fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Pressan

Fann staðsetningarbúnað í bíl sínum – 12 dögum síðar var hún myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 06:09

Abigail Saldana. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki grín og stundum heldur maður að það verði aldrei maður sjálfur,“ sagði Abigail Saldana í myndbandi sem hún birti á Instagram í október eftir að hún hafði fundið staðsetningarbúnað sem hafði verið komið fyrir í bíl hennar. Tólf dögum síðar var hún skotin til bana.

Lík hennar fannst í bíl hennar við hraðbraut í Texas. Nokkrum klukkustundum síðar var Stanley Szeliga, 54 ára fyrrum hermaður, handtekinn grunaður um morðið.

Málið hefur vakið töluverða athygli því margar viðvörunarbjöllur glumdu í aðdraganda þess. Abigail, sem var 22 ára einstæð móðir, hafði trúað vinnuveitanda sínum á Rick‘s Cabaret nektardansstaðnum fyrir því að óhugnanlegur viðskiptavinur, sem væri kallaður Stan, væri að elta hana og áreita. Hún sagði einnig ættingjum sínum frá þessu.

Á Instagramsíðu Stanley var mikið um færslur sem fjölluðu um Abigail. Þar sagði hann að hún væri vændiskona og að hann hefði greitt henni mörg þúsund dollara.

Staðsetningarbúnaðurinn sem hún fann í bílnum. Mynd:Instagram

Ótti Abigail um eigið líf reyndist á rökum reistur því hún fannst látin undir stýri í bíl sínum þann 26. október. Hringt var í neyðarlínuna klukkan 20.40 og tilkynnt að silfurgrárri fólksbifreið hefði verið ekið greitt á hraðbrautinni áður en henni var beygt út af henni og út á grasbala nærri Fort Worth flugvellinum í Dallas. Tilkynnandinn sagðist hafa gengið að bifreiðinni og séð skotgöt á henni og manneskju sem hreyfði sig ekki og svaraði ekki. Þetta var Abigail sem var úrskurðuð látin á vettvangi.

Þrjú skotgöt vor á bifreiðinni og glerbrot úr henni fundust á nálægum gatnamótum og taldi lögreglan að þar hefði verið skotið á bifreiðina. Í bílnum fundust skilríki og vinnufatnaður Abigail og þar sem nektardansstaðurinn, þar sem hún starfaði, var í sjónmáli við gatnamótin fóru lögreglumenn þangað til að kanna hvort hún hefði starfað þar og fengu staðfest að svo væri en að hún hefði ekki verið í vinnu þennan dag. Framkvæmdastjórinn vakti athygli lögreglunnar á Stanley og sagði að hann hefði verið að áreita Abigail og að hún hefði verið hrædd við hann. Hann sýndi þeim upptökuna af Instagram þar sem hún skýrði frá staðsetningarbúnaðinum. Hann sýndi þeim einnig Instagramsíðu Stanley og færslur hans um Abigail.

Abigail Saldana. Mynd:Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lögreglumenn höfðu uppi á Stanley og komust að því að hann ætti rauða Ford pallbifreið.  Myndir úr eftirlitsmyndavél nærri heimili Abigail sýndu síðan þessa bifreið elta bifreið hennar skömmu áður en hún var skotin.

Stanley var handtekinn daginn eftir morðið og hafði hann þá veitt sjálfum sér áverka á hnakka og andlit. Hann var fluttur á sjúkrahús og síðan á lögreglustöð. Hann var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Farþegi í leigubíl stal honum og lést síðan í árekstri

Farþegi í leigubíl stal honum og lést síðan í árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eltihrellirinn úr Baby Reindeer mætir í viðtal hjá Piers Morgan – Fiona Harvey vill leiðrétta eitt og annað

Eltihrellirinn úr Baby Reindeer mætir í viðtal hjá Piers Morgan – Fiona Harvey vill leiðrétta eitt og annað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins