fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

11 íbúar dvalarheimilis aldraðra hafa látist í kórónuveirufaraldri á heimilinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 07:06

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 íbúar á dvalarheimili aldraðra í Brandenburg í austurhluta Þýskalands hafa látist síðustu daga af völdum COVID-19. 59 íbúar og starfsmenn hafa greinst með veiruna. Aðeins helmingur starfsfólks dvalarheimilisins er bólusett gegn kórónuveirunni.

Deutsche Welle skýrir frá þessu. „Þetta er mjög, mjög óþægileg afhjúpun. Það er einmitt þetta sem við vildum ekki sjá á nýjan leik,“ sagði Ursula Nonnenmacher, heilbrigðisráðherra sambandsríkisins, um stöðuna á dvalarheimilinu.

Vegna málsins hafa yfirvöld í ríkinu hert þær reglur sem gilda um sýnatöku óbólusetts starfsfólks í umönnunargeiranum. Á svæðum þar sem hlutfall smita síðustu sjö daga er yfir 100 á hverja 100.000 íbúa verður starfsfólkið að fara í sýnatöku daglega.

Nonnenmacher sagði að þetta væru nauðsynlegar aðgerðir því íbúar dvalarheimilisins væru sérstaklega viðkvæmir gagnvart veirunni og eigi á hættu að veikjast alvarlega eða deyja.

Allir hinir látnu voru yfir áttræðu og flestir glímdu við undirliggjandi sjúkdóma.

Forstjóri dvalarheimilisins fékk sekt því hún mætti í vinnu eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Bild segir að 44 íbúar og 15 starfsmenn hafi greinst með veiruna.

Heimilisfólk hefur verið beðið um að halda sig í íbúðum sínum og heimsóknir eru ekki leyfðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin