fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Segir „stóran“ faraldur geisa meðal óbólusettra Þjóðverja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 07:03

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði í gær að „stór“ faraldur kórónuveirunnar geisi nú meðal óbólusettra landsmanna. Hann lét einnig í ljós óánægju sína með hversu margir eru óbólusettir og hafa ekki í hyggju að láta bólusetja sig. Hann sagði fjórðu bylgju faraldursins geisa „með óvenjulega miklum krafti“.

„Núna upplifum við aðallega faraldur meðal óbólusettra og hann er stór,“ sagði hann á fréttamannafundi.

83 milljónir búa í Þýskalandi sem er fjölmennesta ríki Evrópu. Þar hefur fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins geisað síðustu vikur og á síðustu dögum hafa dánartölur náð sama stigi og var þegar verst lét í maí. Á þriðjudaginn greindust 20.398 smit og 194 létust.

Tæplega 80% landsmanna, 18 ára og eldri, hafa lokið bólusetningu.

Spahn lét í ljós óánægju sína með að stór hluti þeirra, sem hafa ekki látið bólusetja sig, hafa ekki í hyggju að gera það.

„Fyrir óbólusetta er mikil hætta á að þeir smitist á næstu mánuðum,“ sagði Lothar Wieler, forstjóri Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar.

Spahn sagði að á þeim svæðum þar sem ástandið sé verst eigi að taka upp kröfur um að fólk hafi lokið bólusetningu eða sé að jafna sig eftir smit. Þessi stefna er nefnd 2G í Þýskalandi. „Þetta snýst ekki um að kúga óbólusetta. Þetta snýst um að koma í veg fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið verði of mikið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma