fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Segir „stóran“ faraldur geisa meðal óbólusettra Þjóðverja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 07:03

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði í gær að „stór“ faraldur kórónuveirunnar geisi nú meðal óbólusettra landsmanna. Hann lét einnig í ljós óánægju sína með hversu margir eru óbólusettir og hafa ekki í hyggju að láta bólusetja sig. Hann sagði fjórðu bylgju faraldursins geisa „með óvenjulega miklum krafti“.

„Núna upplifum við aðallega faraldur meðal óbólusettra og hann er stór,“ sagði hann á fréttamannafundi.

83 milljónir búa í Þýskalandi sem er fjölmennesta ríki Evrópu. Þar hefur fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins geisað síðustu vikur og á síðustu dögum hafa dánartölur náð sama stigi og var þegar verst lét í maí. Á þriðjudaginn greindust 20.398 smit og 194 létust.

Tæplega 80% landsmanna, 18 ára og eldri, hafa lokið bólusetningu.

Spahn lét í ljós óánægju sína með að stór hluti þeirra, sem hafa ekki látið bólusetja sig, hafa ekki í hyggju að gera það.

„Fyrir óbólusetta er mikil hætta á að þeir smitist á næstu mánuðum,“ sagði Lothar Wieler, forstjóri Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar.

Spahn sagði að á þeim svæðum þar sem ástandið sé verst eigi að taka upp kröfur um að fólk hafi lokið bólusetningu eða sé að jafna sig eftir smit. Þessi stefna er nefnd 2G í Þýskalandi. „Þetta snýst ekki um að kúga óbólusetta. Þetta snýst um að koma í veg fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið verði of mikið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Í gær

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær