fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segir lögreglu og dómstóla fara í manngreinarálit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 11:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á landi getur réttlæti verið misskipt þegar kemur að glæp og refsingu og skiptir þá mál hver gerandinn er, ekki síst þegar um kynferðisbrotamál er að ræða.

Þetta sagði Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður, á ráðstefnunni Réttlætið í samfélaginu sem fór fram á Hólum í Hjaltadal í síðustu viku. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Þorbjörg hefur sinnt réttargæslu fyrir fjölda kærenda kynferðisbrota á síðustu tuttugu árum. Hún segir engan vafa á að kerfið fari í manngreinarálit eftir þjóðfélagsstöðu. „Ég upplifi að það skiptir mjög miklu máli hver þú ert og hver brýtur á þér í nauðgunarmálum. Ef þú ert hvítur karlmaður í góðum jakkafötum færðu betri framgang hjá lögreglu og dómstólum,“ er haft eftir henni. Hún sagði einnig að það skipti máli hvort um Íslending eða útlending sé að ræða, bæði í tilvikum gerenda og brotaþola.

Hún sagði að hreimur skipti máli við skýrslugjöf hjá lögreglunni og vantrú aukist ef viðkomandi sé með hreim. Ef þolandi eigi sér sögu um fíkniefnavanda eða geðræn vandamál sé honum síður trúað. Hún sagði að barnaverndarkerfið dragi taum þeirra sem teljast til forréttindastétta.

Hún sagði einnig að þolendur í kynferðisbrotamálum geti vænst þess að mörg ár líði þar til dómur gengur í máli þeirra en á sama tíma sé hægt að ljúka rannsókna á skattabroti á þremur mánuðum. Þetta sagði hún sýna gildismat sem gangi gegn rétti einstaklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“