fbpx
Fimmtudagur 30.maí 2024
Pressan

Stjörnufræðingar eru agndofa – Dularfull útvarpsmerki berast úr miðju Vetrarbrautarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. október 2021 19:00

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langt inni í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar er eitthvað undarlegt á seyði. Stjörnufræðingar hafa numið óvenjuleg útvarpsmerki sem berast þaðan. Þær fylgja engu mynstri sem við þekkjum og því grunar stjörnufræðinga að uppruna þeirra megi rekja til einhvers sem við höfum aldrei séð eða heyrt í áður.

Þeir telja að hér sé um eitthvað nýtt stjarnfræðilegt fyrirbæri að ræða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Sydney.

„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir doktorsneminn Ziteng Wang, sem stendur á bak við nýja rannsókn um þetta fyrirbæri sem hefur fengið hið óþjála nafn ASKAP J173608.2-321635 en það eru hnit þess á himninum.

Hvað sem þetta er þá hegðar það sér á áður óþekktan hátt og sendir frá sér undarleg merki. Vísindamennirnir benda á háa skautun fyrirbærisins og að það sendi frá sér útvarpsbylgjur sem eru misöflugar. „Merkið kviknar og slökknar á algjörlega tilviljanakenndum tímapunktum,“ segir Wang.

Þetta fyrirbæri uppgötvaðist með útvarpssjónaukanum CSIRO‘s ASKAP í vesturhluta Ástralíu. Tilvist þess var síðan staðfest með MeerKAT útvarpssjónaukanum sem er í Suður-Afríku.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu The Astrophysical Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loksins hefur ráðgátan verið leyst – Nú liggur fyrir hvenær á að bursta tennurnar

Loksins hefur ráðgátan verið leyst – Nú liggur fyrir hvenær á að bursta tennurnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Undir sama þaki – Bærinn þar sem allir búa í sömu blokkinni

Undir sama þaki – Bærinn þar sem allir búa í sömu blokkinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli skemma tennurnar

Þessi matvæli skemma tennurnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Graceland bjargað frá uppboði – Setur rokkkonungsins verður áfram í fjölskyldunni

Graceland bjargað frá uppboði – Setur rokkkonungsins verður áfram í fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók til sinna ráða þegar eiginmaðurinn byrjaði með bestu vinkonu hennar

Tók til sinna ráða þegar eiginmaðurinn byrjaði með bestu vinkonu hennar