fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Kennslukona rekin úr starfi eftir að nemandi fann „sælgætið“ hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:59

Victoria Farish Weiss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Farish Weiss starfaði þar til nýlega sem kennari í grunnskóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. En nú stendur þessi 27 ára kennslukona uppi atvinnulaus og á ákæru yfir höfði sér. Ástæðan er það sem hún geymdi í „nammikassanum“ sínum.

Independent segir að Weiss hafi geymt svokallað „edibles“, sem er kannabis í sælgætisformi, í nammikassanum sínum ásamt venjulegu sælgæti. Upp komst um þetta þegar hún bauð nemendum sínum upp á sælgæti úr kassanum. Einn nemandi valdi þá kannabissælgæti. Weiss áttaði sig á því og tók það af honum og lét hann velja annað úr kassanum. Hann valdi aftur kannabissælgæti að söng Jay Koon, talsmanns lögreglunnar, og komst þá upp um Weiss.

Í kjölfarið gerði lögreglan húsleit heima hjá henni og fann þá meira af kannabissælgætinu.

Weiss gaf sig síðan sjálf fram við lögregluna og var skömmu síðar rekin úr starfi.

Enginn af nemendum hennar borðaði kannabissælgætið sem hún „bauð“ þeim upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Í gær

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi