fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Indverjar hafa fengið einn milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 14:15

Indverjar bólusetja af miklum krafti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír fjórðu hlutar fullorðinna Indverja hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 30% hafa lokið bólusetningu. Um 1,3 milljarðar búa í Indlandi.

Indverska heilbrigðisráðuneytið skýrði frá þessu í gær. Aðeins er um hálft ár síðan fjöldi smita í landinu var svo mikill að heilbrigðiskerfið var við það að kikna.

Í apríl og maí fjölgaði smitum mikið. Um 400.000 smit greindust á sólarhring og um 4.000 dauðsföll á sólarhring. Mörg sjúkrahús og líkbrennslur önnuðu ekki verkefnum sínum.

Nú hefur smitum fækkað mikið og eru um 15.000 á sólarhring. Þetta hefur í för með sér að daglegt líf hefur færst nær því að vera í eðlilegu formi víðast um landið.

Á heimsvísu eru það aðeins Kínverjar sem hafa gefið fleiri skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni en þeir hafa gefið rúmlega 2,4 milljarða skammta til þessa.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa rúmlega 34 milljónir Indverja smitast af veirunni frá upphafi faraldursins og rúmlega 450.000 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni