fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

„Við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra“

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 20:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Demba Ba var í viðtali á dögunum og þar greindi hann frá því að leikmenn Chelsea hafi ekki haft gaman að því að eyðileggja drauma Liverpool um Englandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Anfield árið 2014.

Liverpool var nálægt fyrsta Englandsmeistaratitlinum í nokkra áratugi árið 2014 en leikurinn á móti Chelsea gerði nánast út um vonir þeirra. Demba Ba og Willian skoruðu mörk Chelsea í leiknum en frægt er þegar Gerrard rann á grasinu fyrir annað markið. Liverpool tapaði svo 3-0 forystu gegn Crystal Palace í næsta leik.

„Við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra,“ sagði Demba Ba við The Athletic.

„Þetta hafði mikil áhrif á þá. En við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra, við vildum bara vinna.“

„Ég áttaði mig ekki á því hve stórt þetta var fyrr en nokkrum árum seinna þegar fólk var ennþá að tala um þetta. Það er enn talað um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað