fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 18:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álagið á rúmenska heilbrigðiskerfið er orðið svo mikið að kerfið stendur ekki undir því. Aðeins er búið að bólusetja um þriðjung landsmanna gegn kórónuveirunni og fjórða bylgja heimsfaraldursins leggst því þungt á landið.

Smitum hefur fjölgað gríðarlega síðustu daga. Á föstudaginn greindust tæplega 14.000 smit og 385 létust af völdum COVID-19 en aldrei fyrr hafa svona margir látist af völdum COVID-19 á einum degi í landinu.

Al Jazeera segir að rúmenskir fjölmiðlar segi frá því að langar raðir sjúkrabíla séu við sjúkrahús í höfuðborginni Búkarest og í norðausturhluta landsins. Ekki er hægt að taka sjúklingana úr þeim fyrr en sjúkrarúm losna og oftast er það þannig að gjörgæslurými losna ekki nema aðrir sjúklingar deyi.

Tölur frá rúmenska heilbrigðisráðuneytinu benda til að allt að 90% þeirra sem látast séu óbólusettir.

Klaus Iohannis, forseti landsins, sagði nýlega að staðan í landinu væri „hamfarir“.

Rúmenía er meðal fátækustu ríkja Evrópu og þátttaka í bólusetningum gegn kórónuveirunni er sú næst lægsta í Evrópu en aðeins 33% landsmanna hafa lokið bólusetningu. Það er aðeins í Búlgaríu sem hlutfall bólusettra er lægra en þar hafa 22% landsmanna lokið bólusetningu.

Til samanburðar má nefna að í ESB-ríkjunum 27 hafa 72% íbúa að meðaltali lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma