Ian Wright, Arsenal-goðsögn og sparkspekingur, skilur ekkert í því að Manchester United hafi fengið Donny van de Beek til liðs við sig í fyrra.
Van de Beek kom til Man Utd fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn verið í náðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins.
,,Hann er alinn upp í akademíu Ajax þar sem liðin halda boltanum. Það er allt öðruvísi en Man Utd spilar,“ sagði Wright.
,,Mér finnst galið að hann hafi farið til Man Utd. Það er ekki eins og þeir myndu breyta leikstíl sínum fyrir Donny van de Beek.“
,,Hann verður að fara því þetta er ekki að virka fyrir hann. Hann mun ekki fá tækifæri til að spila. Hann ætti að gera það því hann er frábær leikmaður“