fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Rúmenar líkja stöðu kórónuveirufaraldursins við yfirfulla Örkina hans Nóa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 08:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmensk sjúkrahús eru við það að yfirfyllast og bólusetningarhlutfall þjóðarinnar er eitt það lægsta í Evrópu. Stjórnvöld hafa því stöðvað allar aðgerðir, sem ekki teljast bráðaaðgerðir, á sjúkrahúsum landsins í einn mánuð. Þetta er gert til að reyna að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfi landsins hrynji.

Það er heimsfaraldur kórónuveirunnar sem veldur þessu mikla álagi á heilbrigðiskerfið. Á mánudaginn voru aðeins þrjú laus rými á gjörgæsludeildum landsins að sögn Raed Arafat, varainnanríkisráðherra.

Dorel Sandesc, varaformaður samtaka gjörgæsludeilda, segir að staðan sé hreint „helvíti“. „Þetta er bara byrjunin. Staðan hefur aldrei verið verri síðan faraldurinn hófst. Við erum eins og yfirfull Örkin hans Nóa sem alltof margt fólk reynir að hanga á,“ sagði Sandesc.

Arafat sagði að stjórnvöld muni biðja önnur ESB-ríki um lyf og hugsanlega meira súrefni.

Tæplega þriðji hver Rúmeni hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Um 40% heilbrigðisstarfsmanna eru ekki bólusettir. Um 37.000 Rúmenar hafa látist af völdum COVID-19 síðan faraldurinn braust út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Í gær

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta