fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 06:00

Armin Laschet og Markus Soeder ræddu niðurstöður kosninganna í sjónvarpssal í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Flokkur jafnaðarmanna, SPD, fékk 25,8% atkvæða samkvæmt tölum sem ARD birti. Miðjuhægriblokkin, CDU og CSU, fengu 24,1%. Græningjar fengu 14,6% atkvæða og Frjálslyndir, FDV, 11,5%. Hægri sinnaði popúlistaflokkurinn AfD hlaut 10,4% atkvæða.

Armin Laschet, kanslaraefni CDU/CSU, og Olaf Scholz, kanslaraefni SPD, ávörpuðu stuðningsmenn sína í gærkvöldi og sögðust báðir ætla sér að mynda ríkisstjórn og verða arftakar Angelu Merkel sem kanslari. Ólíklegt má teljast að SPD og CDU/CSU reyni að mynda stjórn saman og því eru Græningjar og Frjálslyndir í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun.

Erfitt er þó að svara því hver verður næsti kanslari því staðan er ansi flókin og stjórnarmyndun gæti tekið mjög langan tíma. Langt er á milli FDP og Græningja í mörgum málaflokkum og því verður væntanlega flókið að mynda stjórn með báða flokkana innanborðs. Stjórnmálaskýrendur telja ekki útilokað að nú muni forystufólk FDP og Græningja ræða saman og reyna að komast að samkomulagi um áherslumál flokkanna. Síðan muni þeir snúa sér til stóru flokkanna og segjast reiðubúnir til stjórnarmyndunar ef þeir séu tilbúnir til að greiða uppsett gjald. Þá sé bara spurningin hvor flokkurinn sé reiðubúinn til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi