fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Vinstri sveiflan reyndist vindhögg og verður Viðreisn boðið upp í dans?

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. september 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1.Vinstri sveiflan sem mikið var talað um fyrir kosningarnar reyndist vera fullkomið vindhögg. Niðurstaðan virðist vera sú að flestir Íslendingar hafa það ansi gott og eru ekki á þeim buxunum að vilja umbylta þjóðfélaginu.

2. Kjósendur virðast ekki hafa nokkurn áhuga á Evrópusambandsaðild né nýrri stjórnarskrá. Þá virðast umhverfismálin litlu máli skipta.

3. Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru í kjörstöðu eftir kosningarnar og hljóta að vera kampakátir. Rökréttast væri að samstarfinu við Vinstri Græna væri haldið áfram en síðan er sá möguleiki að bjóða Viðreisn upp í dans. Sá ágæti flokkur getur ekki gert miklar kröfur, þiggja kannski tvo ráðherrastóla og að ESB-aðild verði kannski skoðuð í einhverri nefnd.

4. Konur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Það verður að teljast tímabært og þessu hljóta allir að fagna.

5. Sigmundur Davíð hlýtur að fara í alvarlega naflaskoðun eftir að flokkur hans rétt slapp við að þurrkast út af þingi. Skilaboð Miðflokksins náðu engan veginn í gegn og kosningabaráttan var satt best að segja einkennileg. Það skyldi þó enginn vanmeta forsætisráðherrann fyrrverandi.

6. Byltingaröskur Gunnars Smára og félagar hlaut mikil viðbrögð fyrst en síðan virtist þjóðin þreytast á hörmungarópunum. Mögulega hefði lágstemmdari og hlýlegri barátta á lokametrunum gefið betri raun auk þess sem foringjanum vantaði nauðsynlega að hafa öflugri frambjóðendur með sér. Nú munu Sósíalistar sleikja sárin og búast má við þeim sterkari að fjórum árum liðnum.

7. Forsvarsmenn fyrirtækja sem að framleiða kosningaspár í massavís fyrir kosningar hljóta að skammast sín.

8. Fyrir utan Framsóknarflokkinn var Inga Sæland og Flokkur Fólksins senuþjófur kosninganna.. Afar áhugavert verður að sjá hamborgarkónginn Tomma og Stuðmanninn Jakob Frímann á þingi.  Kosningabaráttan var hnitmiðuð, afar kraftmikill og hitti greinilega í mark. Auglýsingastofan 99.is sem hannaði herferðina á skilið einhverskonar verðlaun.

9. Sennilega er fullreynt fyrir Samfylkinguna að Logi Einarsson sé leiðtoginn sem leiðir flokkinn til æðstu metorða. Kristrún Frostadóttir var stjarna flokksins í kosningabaráttunni og tók flokkurinn þá skynsamlegu stefnu að leyfa henni að baða sig í sviðsljósinu á kostnað Loga. Búast má við leiðtogaskiptum innan tíðar.

10. Píratar áttu ekki neinn pening og þurftu að útbúa allt sitt markaðsefni sjálfir. Niðurstaða þeirra var ekki góð en hefði þó í raun getað orðið mun verri en jöfnunarkerfið bjargaði þeim fyrir horn. Þá getur flokkurinn eflaust þakkað traustri frammistöðu Þórhildar Sunnu á lokametrunum að ekki fór verr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér