fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hryðjuverkamaðurinn Carlos dæmdur í enn eitt lífstíðarfangelsið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 20:00

Carlos, einnig þekktur sem Sjakalinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkamaðurinn Ilich Ramirez Sanchez, þekktastur sem Carlos eða Sjakalinn, var nýlega dæmdur í enn eitt lífstíðarfangelsið. Það var áfrýjunardómstóll í París sem staðfesti þennan dóm yfir þessum 71 árs gamla hryðjuverkamanni.

Dóminn hlaut hann fyrir árás með handsprengju á Champs-Élysées í París 1974. Tveir létust í árásinni.

Carlos er í fangelsi í Frakklandi en hann afplánar tvo aðra lífstíðardóma. Tilraunir hans til að fá þá mildaða hafa ekki borið neinn árangur. Þá hlaut hann fyrir morð á tveimur frönskum lögreglumönnum 1975 og fjölda sprengjutilræða í París og Marseille 1982 og 1983. 11 létust og tugir særðust.

Carlos var árum saman á lista yfir þá sem lögreglan vildi allra helst ná að handtaka. Hryðjuverk hans áttu að styðja málstað Palestínumanna.

Hann varð heimsþekktur 1975 þegar hann, í slagtogi við aðra vopnaða menn, tók 11 olíumálaráðherra og fleiri í gíslingu á fundi OPEC í Vín í Austurríki. Þrír voru myrtir áður en yfirvöld féllust á að útvega mannræningjunum flugvél. Þeir fóru til Alsír með henni og höfðu 40 gísla með sér. Þeim var síðar sleppt gegn greiðslu lausnargjalds.

Carlos fæddist í Venesúela 1949. Foreldrar hans voru sterkefnaðir. Hann varð kommúnisti ungur að árum og stundaði nám í Moskvu áður en hann gekk til liðs við herskáa hópa Palestínumanna.

Hann hefur verið í fangelsi í Frakklandi síðan 1994 en þá tókst úrvalssveitum franska hersins að handsama hann í Súdan og flytja til Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin