fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Umdeildi veggurinn málaður á ný – „Baráttan mun aldrei sofna“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 15:30

Búið er að mála aftur á fremri vegginn. Mynd/Stjórnarskrárfélagið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir ættu að muna eftir því þegar ákall um nýja stjórnarskrá var málað á vegg við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fyrir tæpu ári, en síðan þrifið burt tveimur sólarhringum síðar.  Þrátt fyrir það hafði sóðalegt veggjakrot fengið að standa á veggnum óáreitt mánuðum og árum saman.

Formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði aðgerðina hafa verið lýsandi fyrir afstöðu yfirvalda og að þrifaæðið hafi orðið til þess að sprenging varð í undirskriftum þar sem krafist var nýrrar stjórnarskrár.

Sama ákall var þá málað á annan vegg, aftan við þann fyrri, og hefur það fengið að standa.

Nú um helgina var síðan fyrri veggurinn við ráðuneytið málaður aftur með skilaboðunum: „Við eigum nýja stjórnarskrá!“

Verkið var unnið af listamannateyminu listamannatvíeykinu Ólafi Ólafssyni & Libiu Castro sem fengu íslensku myndlistarverðlaunin í fyrra í samvinnu við Töfrateymið sem er hópur aktivista.

Aðsend mynd

Ákallið verður ekki þvegið burt

Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, fagnar því að skilaboðin fái að njóta sín á sem flestum stöðum.

„Ákallið um nýju stjórnarskrána mun aldrei verða þvegið úr vitund þjóðarinnar og nú berjumst við fyrir því að fólk setji x við nýju stjórnarskrána með því að kjósa aðeins þá flokka sem standa gegnheilir með nýju stjórnarskránni,“ segir hún.

Að undanförnu hefur staðið yfir herferð þar sem kallað er eftir nýrri stjórnarskrá með graffítíverkum víða um borgina, auk þess sem nælur með blóminu gleym-mér-ei sem minna á stjórnarskrána hafa verið áberandi og bornar af stjórnmálafólk, verkalýðsforingjar og almennum borgurum.

„Baráttan mun aldrei sofna fyrr en niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 hefur verið virt af Alþingi,“ segir Katrín.

Aðsend mynd

Auðlind á krana og Gleymérei-kokteilar

Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Stjórnarskrárfélagið, Töfrateymið og Ungir umhverfissinnar standa í kvöld fyrir tónleikum á Húrra sem breytist þá í Nýju stjórnar-KRÁNA.

„Þar fær líka SÓLIN – Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar- að skína, til að vekja athygli á umhverfismálum í komandi kosningum. Tónleikar, Auðlind á krana, Gleymérei-kokteilar, Sólarbjór, pub-quiz og almennt stuð!

X við nýja stjórnarskrá,“ segir í kynningu á tónleikunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum