fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

RÚV sakað um rasisma: „Sorglegur rasískur undirtónn í fréttinni”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tveimur stærstu Facebook-hópum unnenda íslenskrar tungu, Skemmtileg íslensk orð og Málvöndunarþættinum, er frétt sem birtist í sjöfréttum RÚV í fyrradag sögð hafa haft rasíska undirtóna.

Fréttin fjallaði um þriggja milljarða króna seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Í fréttinni var sagt: „að jafnaði starfi um átta manns í seiðaeldisstöðinni, sem og fjöldi pólskra verkamanna.” Rétt er að taka fram að í vefútgáfu fréttarinnar er sagt að verkamennirnir starfi við framkvæmdir.

Í hópnum Skemmtileg íslensk orð spurði Gunnar nokkur Magnús hvort pólskir verkamenn væru ekki líka menn. Þó sumir hafi talið þetta einföld mistök hjá fréttakonu þá voru margir sem sögðust vera hneykslaðir á orðalaginu.

Jón Oddur spyr hvers vegna RÚV hafi ekki bara farið alla leið í kynþáttahatri: „Rasískur undirtónn í fréttinni? Ef svo er, af hverju eru menn svona penir í þessu? Um að gera að fara bara alla leið!  Tillaga að „betri“ texta: „Í seiðaeldisstöðinni starfa átta manns, – auk fjölda hottintotta“.“ Kristín Dögg tekur undir og segir: „Þetta er sorglegur rasískur undirtónn í fréttinni sem er allt of algengur“.

Í Málvöndunarþættinum á Facebook voru menn á sama máli og í fyrrnefndum hóp. Ein segir þetta hljóma rosalega illa meðan önnur segir þetta klaufalega orðað og því hljómi eins og fordómar. „Reyndar var sagt, pólskir verkamenn, svo því sé haldið til haga. En samt dálítið klaufalega orðað,“ segir Mummi nokkur. Ein kona spyr: „Úr því Pólverjarnir teljast ekki til manna, ætli þeir fái laun?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“