fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Lyfjafyrirtækin segja að fljótlega verði nóg af bóluefnum fyrir alla heimsbyggðina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 08:00

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir árslok verður búið að framleiða 12 milljarða skammta af bóluefnum gegn COVID-19. Það dugir til að bólusetja alla jarðarbúa. Þetta segja samtök lyfjaframleiðenda, IFPMA.

IFPMA eru alþjóðleg samtök lyfjaframleiðenda. Eins og staðan er núna er mikill munur á gangi bólusetninga í ríku löndunum og þeim fátæku. Í ríku löndunum hafa tæplega 70% fengið tvo skammta af bóluefnum en í Afríku er hlutfallið aðeins 6%.

Airfinity, sem vinnur að greiningum á ýmsum vísindalegum gögnum, segir að nú séu 1,5 milljarðar skammta af bóluefnum gegn COVID-19 framleiddir í hverjum mánuði.

Thomas Cueni, forstjóri IFPMA, sagði á fréttamannafundi í Genf í síðustu viku að í september verði búið að framleiða 7,5 milljarða skammta og að fyrir árslok verði búið að framleiða 12 milljarða skammta. Þetta þýðir að þrátt fyrir að ríku löndin vilji bólusetja alla 12 ára og eldri verða að minnsta kosti 1,2 milljarðar skammta til ráðstöfunar til fátæku ríkjanna að sögn Airfinity. Cueni sagði að þetta þýði að ríkisstjórnir sem liggi á skömmtum af bóluefnum, vegna ótta um að skortur verði á þeim, þurfi ekki lengur að gera það, nóg verði til.

IFPMA segir að um mitt næsta ár verði búið að framleiða 24 milljarða skammta, miklu meira en þörf er á fyrir heimsbyggðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum