fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Ofát er ekki aðalástæða offitu segja vísindamenn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. september 2021 13:10

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofát er ekki aðalástæðan fyrir offitu samkvæmt því sem kemur fram í nýrri rannsókn. Rúmlega 40% fullorðinna Bandaríkjamanna glíma við offitu að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, CDC, og í Englandi er hlutfallið 28% að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda.

Sky News skýrir frá þessu. Offitu fylgja auknar líkur á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki 2 og ákveðnum tegundum krabbameina. Fólk sem býr í fátækum hverfum er líklegra til að glíma við offitu en aðrir.

Tölur frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, benda til að rúmlega 11.000 innlagnir á sjúkrahús á árunum 2018-2019 hafi verið bein afleiðing offitu. Innlagnir af völdum offitu voru um tvisvar og hálfu sinni líklegri hjá fólki sem kom frá fátækustu svæðum landsins en þeim efnameiri.

Nýja rannsóknin hefur verið birt í American Journal of Clinical Nutrition. Í henni kemur fram að grundvallargallar séu á orkujafnvægismódelinu og hvernig offita er tengd við neyslu lélegrar fæðu og unnina kolvetna.

Höfundar rannsóknarinnar færa rök fyrir því að betra sé að nota annað módel, kolvetnis-insúlín módelið, sem skýri offitu betur og bendi á leiðir til áhrifaríkari og varanlegri aðferða til að léttast.

Höfundar rannsóknarinnar segja að orkujafnvægismódelið skýri ekki líffræðileg áhrif þyngdaraukningar. Nýja módelið varpar ábyrgðinni á offitufaraldrinum yfir á nútíma neysluvenjur þar sem mikið er borðað af sykurríku fæði, sérstaklega unnu kolvetni. Þetta geri að verkum að hormónar bregðist við á hátt sem breytir efnaskiptum líkamans, líkaminn fari að safna fitu, fólk þyngist og verði of feitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér