fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu mánuðum hafa glæpamenn nýtt sér gott lánshæfismat gamalla fyrirtækja og húsfélaga, sem starfa ekki lengur, til að svíkja vörur út úr fyrirtækjum. Hafa mörg fyrirtæki orðið fyrir tjóni vegna svika af þessu tagi. Er þá sótt um reikningsviðskipti hjá fyrirtækjum í nafni fyrirtækja eða húsfélaga sem eru með gott lánshæfismat.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Guðnýju Hjaltadóttur, lögfræðingi Félags atvinnurekenda. „Oft er um að ræða fyrirtæki með gamlar kennitölur og í einhverjum tilvikum hafa verið búnar til heimasíður og síður á samfélagsmiðlum þannig að fyrirtækið lítur út fyrir að vera með virka starfsemi. Umsóknir virðast koma frá starfsmanni þess fyrirtækis sem er í einhverjum tilvikum skráður framkvæmdastjóri eða eigandi. Vörur eru sóttar til fyrirtækja af aðilum á vegum umsóknarfyrirtækis en þegar kemur að skuldadögum eru reikningar ekki greiddir,“ er haft eftir Guðnýju.

Hún sagði að þá geti málin litið út eins og um vanskil vegna ógjaldfærni sé að ræða en þegar málin séu skoðuð betur komi í ljós að fyrirtækin séu með litla sem enga veltu, enga starfsemi og netföngin séu tilbúningur. Síðan komi í ljós að fyrirtækið hafi tekið út vörur hjá tugum fyrirtækja án þess að greiða fyrir þær.

Þetta er að hennar sögn brot gegn fjársvikaákvæði hegningarlaganna því blekkingum sé beitt til að hafa fjármuni af öðrum.

„Öfugt við net- og tölvupóstssvindl, sem hefur kannski verið mest áberandi að undanförnu, þá er þetta ekki tæknivædd svikaleið heldur er verið að misnota það traust í viðskiptalífi í litlu landi, sem hefur valdið því að það hefur verið tiltölulega auðvelt að fá heimild til reikningsviðskipta,“ sagði hún.

Hún sagði að erfitt geti reynst að hafa hendur í hári glæpamannanna því oft notist þeir við tilbúin nöfn og sönnunarbyrðin verði oft snúin. Oft sé það ungt fólk sem sækir vörunar en það telji sig vera í vinnu.

Hún sagði að ekki sé nóg að horfa á jákvætt lánshæfismat gamalla kennitalna ef forðast eigi að verða fyrir barðinu á svikum af þessu tagi. Kanna þurfi hvort fyrirtækið sé með einhver umsvif samkvæmt ársreikningum.  Hún sagði ráðlegt að krefjast framvísunar persónuskilríkja þegar vörur eru sóttar og jafnvel krefjast staðgreiðslu við fyrstu kaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar