fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Nú mega Texasbúar bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja þau

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 22:00

Mynd úr safni. mynd/wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tóku ný skotvopnalög gildi í Texas. Samkvæmt þeim mega flestir íbúar ríkisins, sem eiga löglegt skotvopn, bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja það og án þess að hafa hlotið þjálfun í meðferð skotvopna. Sérfræðingar segja að þetta muni gera lögreglunni erfiðara fyrir við að vernda almenning fyrir ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er beitt.

CNN skýrir frá þessu. Þetta er nýjasta löggjöfin sem hefur verið samþykkt í Texas til að rýmka skotvopnalöggjöfina en ofbeldisverkum, þar sem skotvopnum er beitt, hefur fjölgað í Texas og fleiri ríkjum að undanförnu.

Það sem af er ári hefur skotárásum, sjálfsvíg eru ekki talin með, fjölgað um 14% miðað við sama tíma í fyrra og voru 3.200 á þessu ári en 2.800 á síðasta ári samkvæmt tölum frá the Gun Violence Archive.

Eddie Garcia, lögreglustjóri í Dallas, segir að lögin geri lögreglunni erfiðara fyrir við að greina á milli „góðs fólks með byssu og slæms fólks með byssu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf