fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Andstæðingar bólusetninga ráðast harkalega á 17 ára COVID-19 veika stúlku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 07:02

Maisy Evans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er sökuð um að vera „leikkona á launaskrá yfirvalda“ eftir að hún hvatti ungt fólk til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina. Þetta er Maisy Evans frá Newport í Wales en hún liggur nú á sjúkrahúsi veik af COVID-19.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að andstæðingar bólusetninga og samsæriskenningasmiðir hafi beint spjótum sínum að henni á samfélagsmiðlum eftir að hún hvatti ungt fólk til að láta bólusetja sig.

Sky News hefur eftir henni að hún hafi verið sökuð um að vera „lygari“ og „leikkona á launaskrá yfirvalda“ á samfélagsmiðlum.

Hún hefur glímt við svima, öndunarörðugleika, höfuðverk, misst lyktar- og bragðskyn og blóðkökkur hefur myndast í lungum hennar. Hún greindist með COVID-19 um miðjan ágúst, þremur dögum eftir að hún fékk fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer/BioNTech. Læknar fullyrða að veikindin hennar séu alls ótengd bólusetningunni.

„Ég hef þurft að glíma við fjölda andstæðinga bólusetninga og samsæriskenningasmiði og það er mjög pirrandi. Ég hef verið kölluð lygari, leikkona á launaskrá yfirvalda, djöfullinn, nasisti, illmenni og fleira. Það er engin þörf á þessu,“ hefur Sky News eftir henni.

Hún hefur legið á sjúkrahúsi síðan 25. ágúst. Hún sagðist hafa óttast að deyja þegar súrefnismagnið í líkama hennar lækkaði mikið og hún átti erfitt með að standa upp án þess að örmagnast við það. Hún sagði að það taki hana nú eina klukkustund að jafna sig eftir að fara í sturtu. „Það er eins og ég hafi hlaupið 40 mílur,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós