Yerry Mina lýsti yfir ánægju sinni á samfélagsmiðlum með að liðsfélagar hans hjá Everton, þeir James Rodriguez og Richarlison verði áfram hjá félaginu.
Báðir voru orðaðir við brottför frá Everton í sumarglugganum en allt kom fyrir ekki. Richarlison átti að vera staðgengill Kylian Mbappe hjá PSG eftir að Real Madrid reyndi að fá frakkann í sínar raðir. PSG hafnaði tilboði spænsku risanna og báðir leikmenn verða áfram hjá sínum félögum.
Samkvæmt heimildum Sky Sports reyndi Everton að fá samlanda James Rodriguez, Luis Diaz til félagins frá Porto og átti James að fara í hina áttina. Kólumbíumaðurinn hefur ekkert spilað það sem af er tímabils en hann þurfti að einangra sig í upphafi leiktíðar. Hann gæti þó spilað gegn Burnley í næsta leik.
Augljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Rafa Benitez og hans menn en Spánverjinn sagði á blaðamannafundi á dögunum að Everton ætlaði sér ekki að selja sína bestu menn. „Við erum ekki að íhuga að selja hann (Richarlison). Hann er okkar leikmaður, við erum mjög sáttir með hann og ánægðir. Hann getur vonandi skorað fullt af mörkum fyrir okkur á tímabilinu.“
Færslu Mina má sjá hér að neðan.
Ver esta publicación en Instagram