Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum í Evrópu lokaði í gær en augu flestra beindust að glugganum í Englandi.
Nú þegar búið er að loka glugganum kemur í ljós að Arsenal eyddi mestum fjárhæðum á Englandi, þegar allt er tekið saman eyddi Arsenal 121 milljón punda. Um er að þá upphæð sem félagið eyddi þegar búið er að taka saman hvað félagið fékk fyrir leikmenn og svo hvað félagið keypti.
Arsenal er að reyna að laga stöðu sína eftir ömurlega byrjun á þessu tímabili. Manchester United eyddi 100 milljónum punda í sumar en félagið seldi Daniel James á 30 milljónir punda í gær.
Manchester City fékk ágætis summu í kassa sinn en borgaði 100 milljónir punda fyrir Jack Grealish.
Chelsea sem keypti Romelu Lukaku á 97 milljónir punda var duglegt að selja leikmenn og hagnaðist félagið á leikmannamarkaðnum í sumar.
Tölur um þetta má sjá hér að neðan.