AGF í dönsku úrvalsdeildinni tókst að klófesta Mikael Neville Anderson landsliðsmann Íslands undir lok félagaskiptagluggans í gærkvöldi.
AGF kaupir Mikael Neville frá Midtjylland en kaupverðið er sagt vera 300 milljónir íslenskra króna.
Mikeal vildi yfirgefa Midtjylland þar sem hann hefur ekki verið í lykilhlutverki, félögin virtust ekki vera að ná saman en það tókst undir lok gluggans.
Mikael þekkir vel til hjá AGF en þar var hann sem ungur drengur, liðið hefur farið illa af stað í úrvalsdeildinni þar í landi og situr á botni deildarinnar.
Mikael hittir fyrir Jón Dag Þorsteinsson hjá AGF en saman eru þeir í íslenska landsliðinu sem er á leið í mikilvægt verkefni.