Benjamin Mendy varnarmaður Manchester City taldi sig vera á leið í VIP fangelsi en svo var aldeilis ekki. Hann situr nú með dæmdum kynferðisafbrotamönnum og níðingum.
Í fjölmiðlum kemur að Mendy er kærður fyrir fjórar nauðganir og eina kynferðislega áreitni gegn þremur konum frá október 2020 og þangað til í ágúst á þessu ári. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að allar konurnar séu eldri en 16 ára.
Mendy fór fyrir dómara á föstudag í síðustu viku þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald, nýjasta kæran gegn honum er aðeins tíu daga gömul.
Mendy hafði gengið laus gegn tryggingu gegn fyrri brotum en hann hafnar öllu. Mendy misskildi starfsmenn fangelsisins þegar hann var á leið í fangelsi.
„Þegar Mendy mætti í fangelsið var honum tjáð að hann væri á leið í VP álmuna fyrir öryggi hans fyrst og fremst,“ sagði heimildarmaður enskra blaða en um er að ræða fangelsi í Liverpool borg.
„Hann er franskur og enskan er ekki sú besta, hann misskildi allt og taldi sig vera á leið í VIP álmu fyrir frægt fólk.“