fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Hjalti Már til liðs við Datera

Eyjan
Mánudaginn 30. ágúst 2021 13:01

Hjalti Már Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Datera hefur ráðið til sín Hjalta Má Einarsson sem viðskiptaþróunarstjóra og hefur hann þegar hafið störf. Datera sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni stafrænni markaðssetningu og birtingum. Hjá Datera mun Hjalti leiða sókn inn á nýja markaði, hjálpa viðskiptavinum við stefnumótun í stafrænni markaðssetningu sem og að veita almenna ráðgjöf.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Þar kemur fram að Hjalti hafi verið viðloðandi vefmál og stafræna markaðssetningu í yfir 20 ár.  Hann kemur frá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Visitor en þar hefur hann starfað síðustu 12 ár sem forstöðumaður markaðssviðs og setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hjalti leiddi markaðssetningu og vefmál fyrirtækisins, tók þátt í uppbyggingu vörumerkisins á alþjóðamarkaði og tók virkan þátt í vexti þess á alþjóðavísu.

Hjalti er með MS gráðu í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum frá IT Universitetet í Kaupmannahöfn og Bachelor-gráðu í stjórnun og framleiðslu miðla frá Den Grafiske Höjskole í Kaupmannahöfn. Hjalti hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, í faghópi vefstjórnenda hjá SKÝ og í stjórn körfuknattleiksdeildar KR.

„Ég er virkilega ánægður með að ganga til liðs við Datera og er spenntur fyrir að vinna með öllu því flotta fólki sem þar starfar á sviði stafrænnar markaðssetningar. Datera hefur verið að gera frábæra hluti með sínum viðskiptavinum í gagnadrifinni stafrænni markaðssetningu og birtingum. Ég get vonandi miðlað þeirri þekkingu og reynslu sem ég bý yfir eftir meira en áratug í stafrænni markaðssetningu, stefnumótun og stjórnun á alþjóðamarkaði,” segir Hjalti Már.

Hreiðar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Datera, er ánægður fyrir hönd fyrirtækisins. „Það er gríðarlegur fengur fyrir Datera að fá inn aðila eins og Hjalta í okkar sterka teymi. Hjalti kemur með nýja reynslu sem styrkir okkur og einfaldar sókn á nýja markaði. Við erum með fjölmarga viðskiptavini á alþjóðamarkaði og koma Hjalta er merki um frekari sókn sem á eftir að nýtast viðskiptavinum Datera og systurfélagsins Brandenburg á komandi misserum,“ segir Hreiðar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn