fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Bjargaði fimm ára barni sínu úr kjafti fjallaljóns – Kýldi það á kjaftinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 06:59

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir fimm ára drengs vann sannkallaða hetjudáð um helgina þegar hún bjargaði fimm ára syni sínum úr kjafti fjallaljóns. Þetta gerðist í Calabasas í suðurhluta Kaliforníu. Ljónið hafði læst tönnunum í drenginn og var búið að draga hann um 40 metra eftir lóðinni við heimili fjölskyldunnar þegar móðirin kom til bjargar.

Sky News hefur eftir talsmanni villidýrastofnunar Kaliforníu að móðirin hafi verið inni við þegar ljónið réðst á drenginn. „Hún er sannkölluð hetja. Hún hljóp út og byrjaði að kýla ljónið með berum höndum og náði því af syni sínum,“ hefur Sky News eftir Patrick Foy, hjá villidýrastofnuninni.

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og efri hluta líkamans en ástand hans er stöðugt. Hann liggur á sjúkrahúsi í Los Angeles.

Veiðieftirlitsmaður var strax sendur á vettvang og fann hann ljónið fljótlega í runnum nærri vettvangi og var það í vígaham og var það því skotið.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að ljónið sem var drepið var ljónið sem réðst á drenginn. Annað fjallaljón, sem sást á svipuðum slóðum, var svæft og flutt langt í burtu frá mannabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina