fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Guðni Bergsson fær á baukinn – „Þetta eru ekki „mistök“ þetta er haugalygi“ – „Guðni er búinn að vera“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 27. ágúst 2021 21:46

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV í kvöld og greindi frá því að áreið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Fréttastofa RÚV ræddi aftur við Guðna í kvöld í ljósi frásagnar Þórhildar og spurði hvernig stæði á því að hann hafi í gær sagt að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot landsliðsmanna.

Guðni baðst velvirðingar og sagði að hann hefði talið að mál Þórhildar varði ofbeldi en ekki áttað sig á að um kynferðisbrot hafi verið að ræða.

„Lygaþvæla Guðna Bergssonar í sjónvarpinu áðan var einhver aumasta frammistaða valdamanns í vanda sem ég hef séð lengi,“ skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundar, á Facebook.

Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa á Twitter þar sem netverjar eiga vart orð yfir framkomu KSÍ, sem og formannsins, Guðna, í málinu.

Eiga vart orð

Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa á Twitter þar sem netverjar eiga vart orð yfir framkomu KSÍ og telja margir að nú sé rétt hjá Guðna að stíga til hliðar sem formaður.

Undarleg fylgni

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir segir undarlega fylgni milli þess að setja upp fokk ofbeldi-húfu og vera réttlætisriddari í sumum málum en í öðrum að bókstaflega styðja gerendur.

Hneyksli sem þarf að hafa afleiðingar

Aumingjalegt og ótrúverðugt yfirklór

Forysta KSÍ tapaði

Eitruð karlmennska

Þetta er haugalygi

Hvar er afsökunarbeiðnin?

Aktívistahóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem spurt er hvort KSÍ ætli að biðjast afsökunar.

„Nú eru eflaust mörg hugsi eftir Kastljós gærdagsins og fréttatíma kvöldsins þar sem formaður KSÍ varð uppvís að því að segja ósatt.

Formaður KSÍ biðst velvirðingar á að hafa ekki sagt satt og rétt frá. Hvar er afsökunarbeiðnin? Af hverju bað hann Hönnu Björgu ekki afsökunar á að hafa sagt hana ljúga? Af hverju er hann ekki búinn að biðja þolendur afsökunar?

Þegar orð eins og þagnarskyldusamningur koma upp þá spyr fólk sig eflaust, „hvers vegna þagnarskylda“ Hver er ástæðan fyrir því að slíkir samningar tíðkist innan KSÍ?

Ný hlýtur Guðni að vera að íhuga það alvarlega að segja af sér sem formaður KSÍ og við skorum á hann að gera það. Það sjá öll í gegnum öll vel meintu (og vel sömdu) orðin sem hann lét falla í fjölmiðlum því það voru bara innantóm orð.

Einnig skorum við á stjórn KSÍ að taka mark á þolendum, trúa þeim og taka með þeim skýra afstöðu.

Við í Öfgum og Bleika fílnum vitum kannski ekki mikið um fótbolta en við erum tilbúnar að aðstoða KSÍ við að standa með þolendum og að hjálpa þeim að móta skýra stefnu á móti ofbeldi.

Þrjátíu þúsund iðkendum fylgir mikil ábyrg.

KSÍ – boltinn er hjá ykkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað