fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan skaut vopnaðan mann á Egilsstöðum – Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 04:50

Sérsveitarmenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi skaut lögreglan mann á Egilsstöðum. RÚV og mbl.is skýra frá þessu og segir RÚV að maðurinn sé á lífi en ekki sé meira vitað um ástand hans. Lögreglan hefur varist allra fregna af málinu. Embætti Héraðssaksóknara tekur nú við rannsókn málsins.

Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, vildi ekki tjá sig um málið við RÚV í gærkvöldi.

Mbl.is segir að maðurinn hafi verið vopnaður öflugri loftbyssu og hafi gengið berserksgang í Dalseli. Hann hafi verið búinn að skjóta á glugga í götunni í rúmlega hálfa klukkustund áður en lögreglan skaut hann.

RÚV hefur eftir sjónarvottum að maðurinn hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglunnar um að leggja frá sér skotvopnið sem hann var með og að hann hafi hleypt af nokkrum skotum eftir að lögreglan kom á vettvang. Er lögreglan því sögð hafa skotið hann og yfirbugað.

Mbl.is hefur eftir Þresti Jónssyni, íbúa við Dalsel, að hann hafi heyrt smelli úti þegar hann var að vinna í bílskúr sínum. Þegar hann hafi farið út hafi hann séð lögreglu standa með byssu á lofti. Því næst hafi hann heyrt lögregluna biðja manninn að leggja vopnið frá sér, hann hafi síðan verið skotinn í kviðinn og sá Þröstur blóðpoll renna niður götuna. Er maðurinn sagður hafa verið með meðvitund þegar hann var fluttur á brott.

Mbl.is segist hafa heimildir fyrir að sérsveitarmenn hafi verið sendir á vettvang frá Akureyri og Reykjavík.

Klukkan 01.58 sendi lögreglan síðan frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Laust eftir klukkan tíu í kvöld barst lögreglu tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Egilsstöðum er hafði uppi hótanir um að beita vopninu. Lögregla fór á vettvang. Um íbúðarhús er að ræða. Þaðan heyrðust skothvellir meðan viðkomandi var inni auk þess sem hann skaut í átt að lögreglu. Ekki var á þeim tímapunkti vitað hvort fleiri væru í húsinu.

 Eftir um klukkustund kom viðkomandi vopnaður út úr húsinu, skaut að lögreglu og varð þá fyrir skoti.

 Hann fékk í kjölfarið aðhlynningu læknis og síðar fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki er vitað með ástand hans. 

 Vegna rannsóknarhagsmuna getur lögregla á þessu stigi ekki tjáð sig frekar um málið. Það fer nú til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu