fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þingmaður Repúblikana kennir svörtu fólki um fjölgun COVID-19-smita

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 19:30

Dan Patrick. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Patrick, vararíkisstjóri í Texas, hefur þvertekið fyrir að biðjast afsökunar á ummælum sínum að aukningu COVID-19-smita og innlagna á sjúkrahús megi rekja til óbólusettra svartra Bandaríkjamanna. Í samtali við Fox News kenndi hann „samfélagsmiðlatröllum Demókrata“ um og sagði að „Demókratar haldi áfram pólitískum leikjum með líf fólks að veði“.

Sylvester Turner, sem er Demókrati, svartur og borgarstjóri í Houston, sagði að ummæli Patrick væru „móðgandi og ættu ekki að gleymast“.

Fjöldi innlagna á sjúkrahús í Texas er nú sá mesti síðan í janúar og nýlega var skýrt frá því að yfirvöld í ríkinu hefðu beðið alríkisstjórnina um fleiri bíla til að geyma lík í. Meirihluti þeirra sem liggja á sjúkrahúsum með COVID-19 og látast af völdum sjúkdómsins í Texas er óbólusett fólk.

„Stærsti einstaki hópurinn, sem ekki hefur verið bólusettur, í flestum ríkjum er svart fólk. Þegar ég skoðaði málið síðast þá kusu rúmlega 90% þeirra Demókrata í stóru borgunum og stóru sýslunum, svo það er verkefni Demókrata, eins og það er verkefni Repúblikana, að fá eins marga og hægt er til að láta bólusetja sig,“ sagði Patrcik í samtali við Laura iNgraham á Fox News á fimmtudaginn.

Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem hann sagði að tölur frá alríkinu og ríkjum landsins „bendi greinilega til að mun færri svartir hafi látið bólusetja sig en hvítir og fólk af suðuramerískum uppruna“. The Guardian segir að opinbera tölur frá heilbrigðismálaráðuneytinu í Texas styðji þetta hins vegar ekki.

Um 12% 29 milljóna íbúa Texas eru svartir. Um 15% COVID-19 smita í ríkinu hafa komið upp hjá svörtu fólki og rétt rúmlega 10% þeirra sem hafa látist af völdum COVID-19 í ríkinu eru svartir.

Um 8%, þeirra sem hafa látið bólusetja sig í ríkinu, eru svartir. 35% bólusettra eru hvítir en hvítt fólk er um 40% íbúa ríkisins. Í heildina er búið að bólusetja um 44% íbúa ríkisins á landsvísu er meðaltalið um 50%.

Í samtali við Fox News sagði Patrick einnig að Repúblikanar í ríkinu virði þann rétt fólks að láta ekki bólusetja sig, það verði ekki neytt til þess. Yfirmaður hans, Greg Abbott ríkisstjóri, komst í fréttirnar í síðustu viku þegar tilkynnt var að hann væri smitaður af COVID-19. Hann hefur að undanförnu lagt hart að sér við að koma í veg fyrir að grímuskylda verði sett á í skólum í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol