fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Ungt barn skaut móður sína til bana á meðan hún var á Zoomfundi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 08:00

Margir nota Zoom. Mynd: EPA-EFE/Anna Moneymaker / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shamaya Lynn, 21 árs, var nýlega á Zoomfundi þegar viðmælendur hennar sáu hana detta niður og heyrðu hávaða. Þeir sáu síðan barn í bakgrunninum. Þeir hringu í neyðarlínuna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir Lynn látna. Ungt barn hennar hafði fundið hlaðna skammbyssu og skotið móður sína fyrir slysni. Þetta gerðist á heimili Lynn í Flórída.

Lögreglan í Altamonte Springs segir að einn fundargesta hafi hringt í lögregluna og tilkynnt að eitthvað hefði gerst heima hjá Lynn. Endurlífgun var reynd en hún bar ekki árangur en Lynn var með skotsár á höfði að sögn lögreglunnar. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að skammbyssan hafi verið í eigu barnsföður Lynn en þau eiga tvö ung börn saman. Börnin slösuðust ekki.

Á síðasta ári komu að minnsta kosti 369 mál upp í Bandaríkjunum þar sem börn, yngri en 18 ára,  skutu óvart af skotvopnum. 142 létust að sögn Everytown for Gun Safety samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik