fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Ranglega sakaður um íkveikju – Myrtur af æstum múg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 23:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku myrti æstur múgur Djamel Ben Ismail, 38 ára alsírskan listamann, eftir að hann hafði ranglega verið sakaður um að hafa kveikt gróðurelda. Það hafði hann ekki gert, þvert á móti hafði hann komið á vettvang til að aðstoða við slökkvistarf. Lögreglan hefur handtekið 36 manns vegna málsins.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að eldar hafi verið kveiktir í Kabyle í Alsír á mánudag í síðustu viku og hafi orðið að minnsta kosti 47 íbúum héraðsins að bana og 28 hermönnum auk þess sem búfénaður drapst og gróður eyðilagðist.

Yfirmaður lögreglunnar í héraðinu sagði á sunnudaginn að Ismail hafi komið á vettvang á miðvikudaginn til að aðstoða við slökkvistörf. Hann var þá ranglega sakaður um að hafa kveikt eldana og réðst æstur múgur inn á litla lögreglustöð í bænum Larbaa Nath Irathen, þar sem hann naut verndar, og dró hann út á götu og gekk í skrokk á honum og kveikti að lokum í honum. Yfirmaður lögreglunnar sagði að lögreglumenn hefðu ekki viljað skjóta á múginn því þeir óttuðust að þá myndi ástandið versna enn frekar.

Meðal hinna handteknu eru þrjár konur og maður sem stungu Ismail ítrekað áður en eldur var borinn að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir