fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Fyrrverandi tengdasonur Jóns Baldvins sagður eltihrella Colin Firth og eiginkonu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 12. mars 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski fréttamaðurinn Marco Brancaccia, sem er fyrrverandi tengdasonur Jóns Baldvins Hannibalssonar, er í breskum fjölmiðlum sagður áreita leikarann Colin Firth og eiginkonu. Brancaccia stóð í harðri forræðisdeilu við Snæfríði heitna Baldvinsdóttur fyrir ríflega tíu árum vegna dóttur þeirra tveggja.

Svo harðar voru þær deilur að Jón Baldvin fullyrti að Brancaccia hafi hótað að drepa hann og eiginkonu hans, Bryndísi Schram. Ítalinn höfðaði mál gegn Jóni Baldvini og voru ummælin dæmd dauð og ómerk. „Það síðasta sem ég heyrði frá Marco var að ef hann fengi ekki að sjá barnið myndi hann koma til Finnlands og myrða föður Snæfríðar og móður,“ voru ummæli Jóns Baldvins, sem dómari taldi ósönnuð.

Miðað við þessa reynslu ætti leikarinn ástsæli, Colin Firth, mögulega að leita ráða hjá Jóni Baldvini. Breska dagblaðið The Times greindi frá því í gær að lögregla á Ítalíu rannsakaði nú ásakanir eiginkonu Colins Firth, Liviu Giuggioli, um að Brancaccia væri að hrella hana. Brancaccia er sagður æskuvinur Giuggioli en eitthvað virðist hafa slest upp á vinskapinn.

Hann er sagður hafa hótað henni ítrekað bæði í síma og skilaboðum. Auk þess saka hjónin Brancaccia um að hafa sent ljósmyndir til Firths, en það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn því í kjölfarið hafði leikarinn samband við saksóknara á Ítalíu. The Times greinir frá því að yfirvöld á Ítalíu hafi lagt hald á bæði tölvu og síma Brancaccia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu