fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 09:48

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska C-deildarliðið Gillingham seldi útrunninn bjór á 2 pund, tæplega 350 íslenskar krónur, fyrir æfingaleik liðsins gegn Milwall á dögunum. Þetta hefur vakið töluvert umtal á Twitter.

Gillingham var að taka á móti áhorfendum í fyrsta sinn í langan tíma. Leikið hefur verið fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirufaraldursins.

Það er útlit fyrir það að félagið hafi setið uppi með töluvert magn af áfengi í faraldrinum og því var ákveðið að selja það með þessum mikla afslætti á leiknum.

Það voru skiptar skoðanir á þessu á Twitter.

,,Góð hugmynd til þess að fá fólk á völlinn, koma í veg fyrir það að sóa bjór og viðskiptavinir eru meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa. Sniðugt,“ skrifaði einn notandi.

,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu? Bjór endist svo lengi og þeir segja ykkur að hann sé útrunninn,“ skrifaði annar.

Aðrir voru þó alls ekki hrifnir af þessu uppátæki Gillingham.

,,Þú gætir ekki lýst Gillingham betur með einni mynd,“ skrifaði einn þeirra sem fannst þetta ekki sniðugt.

Fleiri tóku í svipaðan streng og skutu á félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag