fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kalt tískustríð: „Sárt að sjá“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 15:09

Myndir/Geysir_Verslun Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn febrúar lokuðu verslanir Geysis eftir erfitt rekstrarár en rekstraraðilinn varð gjaldþrota. „Von okkar var sú að opna aftur og reyna að byggja upp bæði verslanir okkar og fallega Geysis merkið. Nú er þó orðið ljóst að svo verður ekki og við sem stóðum á bakvið Geysi snúum okkur að nýjum og spennandi verkefnum,“ segir í færslu á Instagram-síðu fyrirtækisins sem lýsir brostnar vonum um endurreisn Geysis-veldisins.

Tilefni færslunnar virðist vera að eigendur Rammagerðarinnar hafa tekið verslunarrýmið sem áður hýsti Geysisverslanirnar á leigu. Verslanirnar verða reknar undir vörumerki Rammagerðarinnar og nú er unnið í  því að merkja nýju verslanirnar með viðeigandi hætti.  Rétt er að benda á að allar naglfastar innréttingar sem eru í leiguhúsnæði eru eign leigusala og fylgja því húsnæðinu við leigu. Svo virðist þó vera sem fyrrum eigendur Geysis séu allt annað en sáttir.

„Nú hafa bæði Hótel Geysir og Rammagerðin tekið vörumerkið okkar eignarnámi í gegnum þrotabúið. Rammagerðin hefur einnig leigt nánast öll verslunarrýmin okkar með innréttingum sem voru hannaðar fyrir Geysi í anda okkar sköpunarheims,“ segir í færslunni. „Í þessu ljósi viljum við taka það skýrt fram að við, Geysis-teymið, stöndum ekki á bakvið neitt af þessu. Það er auðvitað sárt að sjá á eftir margra ára vinnu okkar falla í hendur annara sem reyna nú að auðgast á því, en því miður lítið við því að gera.“

Í færslunni kemur fram að nýjasta útspil 66° Norður og Rammagerðarinnar sé ástæðan fyrir því að fyrri eigendur séu að tjá sig núna. 66° Norður og Rammagerðin opnuðu nýlega verslanir þar sem verslanir Geysir voru áður til húsa. „Allar þrjár verslanir þeirra heita enn Geysir, þær prýða okkar gömlu, fallegu innréttingar, okkar hugarheimur og undarlegast af öllu, okkar auglýsingar fyrir vörur sem þau selja ekki,“ segja fyrri eigendur á Instagram og saka svo 66° Norður og Rammagerðina um hugverkaþjófnað í lok færslunnar.

„Við viljum ítreka að þetta eru ekki verslanir á okkar vegum. Samkeppni er af hinu góða en hugverkaþjófnaður er það ekki.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by GEYSIR STORES (@geysir_verslun)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd