fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Þrír handteknir í Noregi og hald lagt á fjölda vopna – Taldir tengjast öfgahægrimönnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 06:26

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan handtók nýlega þrjá menn og lagði hald á fjölda skotvopna og mikið magn skotfæra. Mennirnir eru taldir tengjast samtökum öfgahægrimanna. Leyniþjónustan kemur að rannsókn málsins.

Norskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær. Fram kemur að handtökurnar hafi verið gerðar eftir að vopn og skotfæri fundust heima hjá manni á fertugsaldri sem býr í Bodø.

Heima hjá honum fann lögreglan 6 vélbyssur, 10 riffla, 5 skammbyssur, skothylkjageyma, rúmlega 8.000 skot og fleira tengt skotvopnum. Vopnin eru að sögn gömul, sum frá síðari heimsstyrjöldinni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum kemur fram að mörg vopnanna hafi verið nothæf þrátt fyrir að vera ansi gömul. Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Norska ríkisútvarpið segir að málið tengist hópi fólks sem hefur keypt og selt ólögleg vopn og tengjast sumir úr þessum hópi samtökum öfgahægrimanna.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í margar vikur. Auk mannsins frá Bodø var karlmaður á fertugsaldri frá Lillestrøm úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og það sama gildir um karlmann á þrítugsaldri frá Hamar.

Lögreglan veit ekki í hvaða tilgangi átti að nota vopnin eða hvernig mennirnir komust yfir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið