fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Gengur hægt að bólusetja í Austur-Evrópu – Vekur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 06:59

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög mikill munur á hvernig bólusetningar ganga í Evrópu. Hér á landi eru þær langt komnar og ástandið svo gott að sóttvarnaaðgerðir hafa verið felldar úr gildi. En sömu sögu er ekki að segja víða í álfunni og hafa sérfræðingar og fleiri áhyggjur af þessu.

Hægst ganga bólusetningar í Búlgaríu og áhugi landsmanna á að láta bólusetja sig fer dvínandi.  Aðeins 16% hafa fengið einn skammt af bóluefni og 14% hafa lokið bólusetningu.  Staðan er litlu skárri í Rúmeníu en innan við þriðji hver fullorðinn hefur fengið einn skammt af bóluefni þar. Ekki er hægt að kenna skorti á bóluefnum um og má í því sambandi benda á að Danir keyptu í síðustu viku 1,17 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer/BioNTech af Rúmenum þar sem þeir sáu ekki fram á að koma þeim út.

Að meðaltali hafa 61% íbúa ESB fengið einn skammt hið minnsta af bóluefni. Best er staðan í Belgíu en þar hafa 76% fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og 42% hafa lokið bólusetningu. Malta kemur þar á eftir með 72% sem hafa fengið einn skammt og 33% sem hafa lokið bólusetningu. Í Finnlandi eru hlutföllin 72% og 22%.

Almennt séð er töluverður munur á Austur- og Vestur-Evrópu þegar kemur að bólusetningum. Af þeim 11 löndum, þar sem fæstir hafa verið bólusettir, eru 10 í Austur-Evrópu og við Eystrasalt.

Framkvæmdastjórn ESB hefur áhyggjur af þessu en hún hefur sett það markmið að öll aðildarríkin verði búin að bólusetja 70% af fullorðnum fyrir ágústlok. Framkvæmdastjórnin reiknar með að í júlí verði öll aðildarríkin búin að fá nægilega mikið af bóluefnum til að bólusetja 70% fullorðinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma