fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ensk blöð skoða mál Rúnars – Segja Arteta hafa breytt um skoðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 12:00

Rúnar Alex er á láni hjá Leuven frá Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er haldið fram í fjölmiðlum í Tyrklandi að Arsenal sé búið að selja Rúnar Alex Rúnarsson til Tyrklands. Kemur fram að Rúnar Alex hafi samþykkt að ganga í raðir Altay Spor þar í landi.

Altay Spor var að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í Tyrklandi, liðið hafnaði í fimmta sæti næst efstu deildar en vann umspilið um laust sæti.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal fyrir tæpu ári síðan frá Dijon í Frakklandi og fékk nokkur tækifæri í marki liðsins.

Mirror fjallar um málið og segir að Mikel Arteta sé að breyta um skoðun, hann hafi ekki ætlað að selja Rúnar Alex en virðist ætla að gera. „Mikael Arteta virðist ætla að breyta um skoðun þegar kemur að Rúnari, hann hefur sett hann á sölulista,“ segir í grein Mirror.

„Rúnar heillaði ekki á fyrsta tímabili, spilaði ekki mikið og mest af því var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.“

„Þrátt fyrir að hafa ekki fundið annan kost í markið, þá virðist sem Arteta vilji selja Rúnar í þessum glugga,“ segir í grein Mirror.

Frá því í febrúar:

Arteta sagði þetta í Febrúar. „Hann leggur mjög mikið á sig og er mjög vel liðinn í búningsklefanum. Hann er góður drengur, hann er mjög hógvær og þarf að halda sig frá sviðsljósinu til að bæta sig.“

„Rúnar vissi hvaða hlutverk hann fengi þegar hann kom hingað. Við vorum með plan fyrir markvarðarstöðuna. Hlutverk Rúnars hefur ekkert breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen