fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

44 ríki biðja Kínverja um að veita aðgang að Xinjiang-héraði – Vilja rannsaka meint mannréttindabrot

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 07:50

Kínversk lögregla handtekur mótmælendur sem höfðu í frammi stuðning við málstað Úígúra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ríki sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hvetja kínversk stjórnvöld til að heimila óháðum eftirlitsmönnum að ferðast til Xinjiang-héraðs til að rannsaka ásakanir um umfangsmikil mannréttindabrot sem beinast gegn Úígúrum sem eru múslímskur minnihlutahópur.

„Trúverðugar upplýsingar benda til að rúmlega einni milljón manna sé tilviljanakennt haldið fanginni í Xinjiang. Einnig hafa borist tilkynningar um umfangsmikið eftirlit með Úígúrum og öðrum minnihlutahópum auk takmarkana á grundvallar frelsi og menningu Úígúra,“ segir í yfirlýsingunni sem var lesin upp í gær á fundi Mannréttindaráðs SÞ. Það var Leslie Norton, sendiherra Kanada, sem las yfirlýsinguna upp en meðal annarra ríkja sem skrifa undir hana eru Svíþjóð, Danmörk, Bandaríkin, Ástralía, Bretland og Frakkland.

Ríkin 44 vilja að  Michelle Bachelet, mannréttindastjóri SÞ, fari fyrir leiðangrinum. Hún hefur reynt að fá aðgang að héraðinu síðan 2018.

Í yfirlýsingu ríkjanna er einnig vísað til pyntinga, ófrjósemisaðgerða, kynferðisofbeldis og aðskilnaðar barna frá foreldrum sínum í Xinjiang.

Jiang Yingfeng, æðsti diplómat Kína hjá SÞ, vísaði ásökununum á bug í gær. Hann sagði að yfirlýsingin væri afskipti af innri málefnum Kína og væru þessi afskipti drifin áfram af „pólitískum ástæðum“. Hann sagði þó að Kínverjar muni bjóða mannréttindastjóra SÞ velkomna til Xinjiang. „En í stað rannsóknar sem byggist á svokölluðum hugmyndum um sekt þá á þessi heimsókn að snúast um að skiptast á upplýsingum og samstarfi aðila,“ sagði hann í gær. Hann kom ekki nánar inn á hvenær slík heimsókn getur átt sér stað.

Ríkin 44 lýstu einnig yfir áhyggjum af framferði Kínverja í Hong Kong og stöðu mannréttindamála í Tíbet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing