fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Betri tíð hjá veitingastöðum eftir rýmkun á sóttvarnareglum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að sóttvarnareglur voru rýmkaðar hefur hagur veitingastaða batnað og flestir eru þeir komnir með fulla afkastagetu og geta tekið við þeim fjölda sem þeir hafa leyfi fyrir. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hrefnu Björk Sverrisdóttur, veitingakonu á Roki við Frakkastíg og formanni Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.

Þegar gripið var til sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar gagnrýndu samtökin þær og sögðust telja að veitingastaðir bæru skarðan hlut frá borði miðað við ýmsa aðra starfsemi á borð við leikhús og verslanir. Sögðu samtökin að sóttvarnaaðgerðirnar hefðu kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.

En nú er staðan betri að sögn Hrefnu. Nú mega allt að 300 manns vera inni á veitingastað í einu og sagði hún að langflestir staðirnir séu undir því marki. Þá komi tímamörk ekki að sök hjá veitingastöðum því fæstir séu þeir opnir lengur en til klukkan eitt. En lokunartíminn kemur niður á börum og skemmtistöðum. „Þetta tekur tíma en er allt á áætlun. Það virðist styttast í að öllum takmörkunum verði aflétt,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að fólk væri farið að sækja veitingastaði enda sé búið að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar og lítið um smit. Hún sagði að þetta væri komið í svipaðan farveg og fyrir faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum