fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Ný tíðindi af 11 ára gömlu morðmáli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 21:00

Hailey Dunn. Skjáskot/Fox

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Á milli jóla og nýárs 2010 hvarf Hailey Dunn, 13 ára, sporlaust. Hún bjó í Colorado City í Texas. Bæjarbúum var illa brugðið við þetta og leituðu ákaft að henni en hún fannst ekki.

Nokkru eftir hvarf hennar sagðist lögreglan telja að hún væri látin og 2013 var það staðfest þegar líkamsleifar hennar fundust nærri vatni.

Ekki tókst að leysa málið en nú er lögreglan hugsanlega komin nálægt því að leysa það. Hún hefur handtekið Shawn Casey Adkins sem var unnusti móður Hailey þegar hún hvarf. KCBD skýrir frá þessu.

Adkins hefur tengst rannsókninni frá upphafi og lögregluna hefur lengi grunað að hann tengist málinu. Hann var sá sem síðast sá Hailey á lífi en hún var þá á leið til vinkonu sinnar.  Ekki hefur verið skýrt frá af hverju hann var handtekinn núna en líklegt má teljast að lögreglan hafi fundið ný sönnunargögn.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hún muni ekki veita nánari upplýsingar um málið fyrr en það kemur fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni