fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hörður áreitir börn áfram þrátt fyrir handtökuna – Viðurstyggileg skilaboð til 12 ára stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Sigursjónsson, 64 ára gamall fyrrverandi lögreglumaður, lýsti fyrir skömmu getnaðarlimi sínum og viðhafði klámyrði við 12 ára stúlkubarn. Áreitnin átti sér stað á Snachat, skömmu eftir að Hörður hafði verið handtekinn fyrir að áreita og klæmast við börn á þeim sama samfélagsmiðli,

Nánar tiltekið átti áreitnin sér stað þann 11. júní síðastliðinn. Móðir 12 ára stúlkunnar birti í gær skjáskot af áreitni Harðar við dóttur hennar á Facebook-síðu sinni. Orðfæri Harðar er of sóðalegt til að hafa það eftir hér, ekki síst þegar haft er í huga að hann er að ræða við 12 ára barn. DV getur því ekki birt þessi skjáskot.

DV ræddi stuttlega við móðurina og greindi hún frá því að hún hefði tilkynnt atvikið til lögreglu. Verður það kært innan tíðar.

Í færslu sem hún skrifaði með skjáskotunum segir: „DEILIÐ! Foreldrar! Þetta er raunveruleikinn sem börnin okkar lifa við! Þetta eru skilaboð frá 64 ára perra, sem hefur verið í fréttum, til 12 ára xxxxx minnar!! Hann er hordur.sigurjonsson á instagram.“

DV fjallaði um mál Harðar þann 9. júní. Hörður hafði þá vikuna á undan verið handtekinn vegna gruns um að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Talið er að börnin sem Hörður hefur áreitt með þessum hætti séu miklu fleiri.

Hörður hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis, fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnabrot. Hann var einn af þeim sem reyndu að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættinum Kompás árið 2006.

Í nóvember árið 2009 mátti síðan lesa á Vísir.is frétt undir fyrirsögninni „Kompásperri handtekinn með fíkniefni í Argentínu.“ Þar kemur fram að Hörður hafi verið handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires með rúmlega fimm kíló af kókaíni.

Í þeirri frétt kemur einnig fram að Hörður starfaði áður sem rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra. Eftir að hann lét af störfum hafi tekið að halla undan fæti hjá honum, segir í fréttinni.

Fyrir utan að senda börnum mjög klámfengin textaskilaboð hefur Hörður sent þeim myndir af kynfærum sínum.

Ekki krafist gæsluvarðhalds

DV ræddi mál Harðar við Ævar Pálma Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það voru ekki lagaskilyrði til að krefjst gæsluvarðhaldsúrskurðar, ekki ennþá,“ segir Ævar en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir Herði er hann var handtekinn vegna áreitni sinnar við börn, fyrstu vikuna í júnímánuði.

Ævar segir að lögreglan leiti leiða til að stöðva athæfi Ævars en gat ekki farið nánar út í það. Hann segist hvetja alla sem tilkynna um afbrot hans á netinu til að leggja fram kæru. „Við höfum verið að fá fólk hingað til að tilkynna og kæra,“ segir Ævar, en ljóst er að ekkert lát er á hinu óviðkunnanlega athæfi Harðar.

Vekur athæfi hans mikinn óhug hjá foreldrum en fjölmargir foreldrar tjá áhyggjur sínar í innleggjum undir færslu móður 12 ára stúlkunnar sem Hörður áreitti með svo óhugnanlegum hætti. „Djöfull er þetta viðbjóðslegt“ og  „Ég hef engin orð til að fyllilega lýsa því hvernig mér líður að vita þetta“ eru á meðal athugasemdanna sem þar falla.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar