fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur maður er grunaður um að hafa myrt konu í Hellerud í Osló í gær. Upp komst um morðið fyrir tilviljun þegar maðurinn lenti í árekstri. Hann er einnig grunaður um morðtilraun í tengslum við áreksturinn.

Hin látna fannst klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan bar kennsl á hana síðdegis í gær og tilkynnti ættingjum hennar um andlátið.

Lögreglunni var tilkynnt um umferðaróhapp á veginum á milli Morskogen og Espa um klukkan sex í gærmorgun. Þar var bíl ekið á röngum vegarhelmingi og framan á annan. Mikið eignatjón varð en meiðsli voru minniháttar. Talsmaður lögreglunnar segir að á slysstað hafi lögreglan fengið upplýsingar sem leiddu til þess að lík konunnar fannst í húsi í Hellerud. Hann vildi ekki skýra frá hvers eðlis þessar upplýsingar voru.

Lögreglan grunar manninn einnig um morðtilraun í tengslum við áreksturinn, það er að hann hafi vísvitandi ekið á hinn bílinn. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglunnar. Tengsl voru á milli hans og hinnar látnu en lögreglan vildi ekki skýra frá hver þau voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis