fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur maður er grunaður um að hafa myrt konu í Hellerud í Osló í gær. Upp komst um morðið fyrir tilviljun þegar maðurinn lenti í árekstri. Hann er einnig grunaður um morðtilraun í tengslum við áreksturinn.

Hin látna fannst klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan bar kennsl á hana síðdegis í gær og tilkynnti ættingjum hennar um andlátið.

Lögreglunni var tilkynnt um umferðaróhapp á veginum á milli Morskogen og Espa um klukkan sex í gærmorgun. Þar var bíl ekið á röngum vegarhelmingi og framan á annan. Mikið eignatjón varð en meiðsli voru minniháttar. Talsmaður lögreglunnar segir að á slysstað hafi lögreglan fengið upplýsingar sem leiddu til þess að lík konunnar fannst í húsi í Hellerud. Hann vildi ekki skýra frá hvers eðlis þessar upplýsingar voru.

Lögreglan grunar manninn einnig um morðtilraun í tengslum við áreksturinn, það er að hann hafi vísvitandi ekið á hinn bílinn. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglunnar. Tengsl voru á milli hans og hinnar látnu en lögreglan vildi ekki skýra frá hver þau voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn