fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Sjáðu hræðileg mistök í Eyjum – Hrafnkell hefur mikla trú á Kórdrengjum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í Lengjudeild karla á föstudag. ÍBV og Kórdrengir gerðu þá jafntefli í hörkuleik í Eyjum. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Kórdrengja, fékk beint rautt spjald eftir handalögmál á 13. mínútu. Þrátt fyrir það komust gestirnir yfir eftir rúman hálftíma leik. Þá skoraði Þórir Rafn Þórisson. Staðan í hálfleik var 0-1.

Tíu leikmenn Kórdrengja tvöfölduðu forystu sína í upphafi seinni hálfleiks þegar Arnleifur Hjörleifsson skoraði frábært mark með skoti af löngu færi. Felix Örn Friðriksson minkaði muninn fyrir heimamenn á 60. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar var Sito svo búinn að jafna fyrir þá. Hvorugu liðinu tókst þó að finna sigurmark. Lokatölur 2-2.

Rætt var um leikinn í markaþætti Lengjudeildarinnar í gær. „Það er mjög góð uppskera, ég held að þeir verði sáttir ef þeir halda sér við toppbaráttuna framan af sumri,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson um byrjun Kórdrengja sem eru með átta stig eftir fimm umferðir.

Halldór Páll Geirsson gerði hræðileg mistök í fyrra marki Kórdrengja sem Þórir Rafn Þórisson ungur sóknarmaður Kórdrengja skoraði. „Þetta er strákur sem að kemur frá Víkingi, hafði spilað einn leik þar árið 2019 í meistaraflokki. Hann er virkilega sprækur, góður að ógna fyrir innan lína. Vinnusamur og hættulegur, er að bæta sig hratt,“ sagði Hrafnkell um framherjann unga.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?