fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Skiptimynt stolið og leigubílstjóra hótað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um þjófnað á skiptimynt úr íbúð í miðborginni. Brotaþoli hafði boðið fólki með heim en því hafði hann kynnst skömmu áður. Það þakkaði gestrisnina með því að stela skiptimynt og hlaupa á brott.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru tveir handteknir í Árbæ eftir að þeir höfðu haft í hótunum við leigubílstjóra og neitað að greiða áfallið aksturgjald. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Í Hlíðahvarfi hafði lögreglan afskipti af manni á tólfta tímanum í gærkvöldi en hann er grunaður um að hafa brotið rúðu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um líkamsárás á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan ræddi við málsaðila. Á fimmta tímanum í nótt var par staðið að þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Málið var afgreitt á vettvangi.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um slagsmál við verslunarkjarna í austurborginni. Einn leitaði sér aðstoðar á bráðamóttöku. Lögreglan náði tali af meintum geranda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt