fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

10 milljónir króna í dómsmál Lilju Alfreðs gegn brotaþola sínum – Braut jafnréttislög með ráðningu flokksgæðings

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 12:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður menntamálaráðuneytisins vegna málaferla gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stefnir í tíu milljónir króna, að því er fram kemur í frétt RUV.

Forsaga málsins er sú að Hafdís Helga sótti um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu en hlaut ekki ráðningu. Hafdís kærði ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra til kærunefndar jafnréttismála, sem úrskurðaði að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar, Framsóknarmanns, í stað Hafdísar.

Í frétt RUV segir jafnframt að ráðningin sjálf hafi kostað 5 milljónir. Hálf milljón fór í að auglýsa starfið, og 4,5 milljónir í starf hæfnisnefndarinnar.

Lilja ákvað að una ekki úrskurði kærunefndarinnar en til þess að fá honum hnekkt neyddist Lilja til þess að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, ekki kærunefndinni, fyrir Héraðsdómi. Hefur Lilja hlotið talsverða gagnrýna fyrir atvikaröðina. Fyrst fyrir að hafa brotið gegn jafnréttislögum, og því næst að draga brotaþola þess jafnréttislagabrots fyrir dóm.

Hafdís Helga Ólafsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. mynd/Valli

Héraðsdómur hafnaði síðar kröfu Lilju um að ógilda úrskurð kærunefndarinnar og dæmdi ríkið til þess að greiða allan kostnað vegna málsins, samtals 8,7 milljónir króna. Þar með talið eru málsvarnarlaun lögmanns Hafdísar, 4,5 milljónir.

Lilja hefur nú áfrýjað dómi Héraðsdóms til Landsréttar og er áætlaðir kostnaður við það 900 þúsund til 1,2 milljónir, að því er segir í frétt RUV um málið.

Samtals má því gera ráð fyrir, að kostnaðurinn endi í um 10 milljónum hið minnsta þegar niðurstaða í því liggur loks fyrir í Landsrétti, til viðbótar við ráðninguna sjálfa. Þegar yfir lýkur mun því kostnaður ríkisins við það að ráða Pál Magnússon, samstarfsmann Lilju í Framsóknarflokknum, um 15 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta