fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Gerði skelfilega uppgötvun á sólbaðsstofu – Var samstundis lokað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 05:58

Sólbaðsbekkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku gerði viðskiptavinur sólbaðsstofu í bænum Deutsch Kaltenbrunn í Austurríki hræðilega uppgötvun. Viðskiptavinurinn, sem er kona, kom í Mega Sonnen Studio um klukkan 16.30. Þá var merki sem gaf til kynna að einn sólarbekkjanna væri í notkun en ekkert hljóð barst frá honum. Konan kannaði því málið betur.

Hún reyndi að ná sambandi við manneskjuna sem væri í bekknum en fékk engin viðbrögð. Hún opnaði því dyrnar með því að nota mynt til að þvinga lásinn upp.  Í ljósabekknum lá fimmtug kona sem var látin. Hún hafði komið í sólbaðsstofuna klukkan 14.30 en sjálfsafgreiðsla er á stofunni.

Sólbaðsstofunni var lokað samstundis og lögreglan hóf rannsókn á málinu. Austria Press Agency hefur eftir talsmanni saksóknaraembættisins í Eisenstadt að konan hafi verið krufin og það liggi fyrir að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem látið fólk finnst í ljósabekkjum. Fyrir sjö árum fannst karlmaður látinn í ljósabekk í sólbaðsstofu í Þrándheimi í Noregi. Ekkert saknæmt átti sér stað í tengslum við andlát hans. Fyrir átta árum fannst Jenna Vickers, 26 ára, látin í sólbaðsstofu í Bolton á Englandi. Hún ætlaði að ganga í hjónaband nokkrum dögum síðar. Krufning leiddi í ljós að hún lést af völdum hjartaáfalls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?