fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Danir vilja Markús Betúel í minnst fjögurra ára fangelsi – Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni á Selfossi og í Danmörku

Heimir Hannesson, Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 11:40

mynd/skjáskot af myndbandi lögreglunnar á Spáni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem handtekinn var á Spáni í október og framseldur til Danmerkur vegna ákæru um að hafa nauðgað dóttur sinni á Selfossi og í Danmörku heitir Markús Betúel Jósefsson og er 51 árs gamall. Hann er mjólkurfræðingur að mennt.

DV sagði frá ákærunni í gær.

Markús var undanfarin ár búsettur á Spáni og í Danmörku og er dóttir hans danskur ríkisborgari, að því er fram kemur í frétt Ekstra Bladet um málið í gær. Dóttir mannsins er nú tvítug.

Málið var upphaflega kært til lögreglu árið 2018 en þá var Markús fluttur til Spánar. Að rannsókn lokinni var gefin út handtökuskipun og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum kveðinn upp að honum fjarstöddum. Í október í fyrra var Markús svo loks handtekinn í Benissa á Alicante á Spáni og framseldur til Danmerkur.

Í svari Sveins Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn DV segir að borgaraþjónusta ráðuneytisins hafi verið látin vita af handtökunni og haft málið á sínu borði í fyrstu, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari aðkomu hennar.

Maðurinn var handtekinn í Benissa á Spáni. mynd/skjáskot

Í ákæru sem DV hefur undir höndum og gefin var út af saksóknurum í Danmörku, er manninum gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað dóttur sinni á Íslandi og í Hesselager á austurströnd Fjóns, um 50 kílómetrum suðaustan við Óðinsvé.

Rétt er að vara viðkvæma við lýsingunum sem koma fram í ákærunni og vísað er til hér að neðan.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 2006-2010 í Hesselager, í skógi á Íslandi, í bíl á Íslandi og á óþekktum stað á Íslandi, á eða nálægt Selfossi, haft samfarir eða önnur kynferðismök við líffræðilega dóttur sína. Þá er hann sagður hafa snert dóttur sína, kysst líkama hennar og látið hana fróað sér.

Að auki er hann ákærður fyrir að hafa lamið dóttur sína, sparkað ítrekað í hana, slegið hana með skeiðum og öðrum verkfærum, ýtt henni einu sinni upp við tré og kastað henni í jörðina.

Hesselager á Fjóni. mynd/skjáskot

Réttarhöldin hefjast 2. júní og verða opin nema þegar dóttir mannsins gefur skýrslu. Saksóknarar krefjast þess að maðurinn verði dæmdur í að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín. Búist er við að dómur liggi fyrir 17. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“