fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn barnungri dóttur sinni í Danmörku – Nauðganir og högg

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

51 árs íslenskur karlmaður hefur verið ákærður af saksóknara á Fjóni í Danmörku fyrir að hafa beitt dóttur sína hrottalegu ofbeldi á árunum 2006 til 2010. Hann er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað henni og að hafa lamið hana.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að réttarhöldin hefjist þann 2. júní í Svendborg. Maðurinn neitar sök. Saksóknarinn, Jacob Thaarup, krefst meira en fjögurra ára fangelsis yfir manninum.

Ekstra Bladet segir að maðurinn sé íslenskur ríkisborgari en dóttir hans er danskur ríkisborgari. Hún er nú 20 ára. Sumar af hinum meintu nauðgunum áttu sér stað á Íslandi í skóglendi og í bifreið en aðrar í sumarhúsi á Fjóni. Þegar stúlkan veitti mótspyrnu hélt faðir hennar höndum hennar föstum að því er segir í ákærunni.

Auk nauðgananna misþyrmdi faðirinn dóttur sinni á annan hátt líkamlega að því er segir í ákærunni. Þar á meðal með höggum og spörkum í líkamann og höfuðið. Hann er einnig sagður hafa slegið hana með skeið og kökukefli. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa haldið svo fast um handleggi hennar að hún fékk marbletti og eitt sinn hrinti hann henni að sögn harkalega á tré og í annað sinn ýtti hann henni niður á jörðina.

Málið var kært til lögreglunnar í desember 2018 en dóttirin er nú orðin tvítug. Faðir hennar var þá fluttur til Spánar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald að sér fjarstöddum og lýst var eftir honum á alþjóðavettvangi. Hann var handtekinn í Benissa á Alicante í október á síðasta ári og framseldur til Danmerkur í desember. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Þar sem langt er liðið frá hinu meinta ofbeldi byggist málarekstur saksóknara á framburði vitna og framburði stúlkunnar. Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir í sex daga þar sem allt sem þar fer fram verður túlkað yfir á íslensku. Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp 17. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar