fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Súrt andrúmsloft fyrir sunnan – ,,Þurfa einhvern veginn að sjatla málin þarna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 20:11

Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað hefur verið rætt og ritað um slæmt andrúmsloft innan leikmannahóps Selfyssinga undanfarið. Umræðan spratt aðallega upp í kjölfar þess að Hrvoje Tokic, leikmaður liðsins, urðaði yfir liðsfélaga sinn, Þór Llorens Þórðarson, eftir sigurleik liðins gegn Kórdrengjum á dögunum. Andrúmsloft innan hópsins hjá Selfossi var til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut og 433.is í gær.

,,Ég hef rætt við Selfyssinga og þeir segja að litlir fuglar séu að hvísla því, á Selfossi, að það sé ekkert mögnuð stemmning í hópnum. Það sé smá pirringur þarna á milli,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum.

Selfoss tapaði gegn Þrótti Reykjavík í 3. umferð Lengjudeildarinnar á dögunum. Dean Martin, þjálfari liðsins, virtist mjög ósáttur með sína menn eftir leik. Selfoss er með 3 stig af 9 mögulegum. Hrafnkell skilur pirring Dean Martin vel.

,,Þeir eru búnir að vera að æfa á morgnanna í vetur, jafnvel seinni partinn líka svo ég skil Dean Martin mjög vel. Hann vill sjá miklu meira frá sínu liði.“

Selfoss teflir fram sterku liði í Lengjudeildinni í ár. Þeir eru til að mynda með áðurnefndan Tokic í framlínunni ásamt Gary Martin.

,,Við höfum séð Tokic og Gary lengi í íslenska boltanum. Með fullri virðingu fyrir þeim, kannski ekki bestu mennirnir í mótlæti,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi.

Hrafnkell tók í sama streng. ,,Nei, þeir eru það ekki og þú vilt helst hafa þá í bullandi meðbyr en ekki í mótlæti. Þeir þurfa einhvern veginn að sjatla málin þarna, Selfyssingarnir bara almennt og bara koma upp einhverri stemmningu í þetta lið. Þetta gengur ekki.“

Umræðuna um Selfoss, sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni, má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli